Íslensk ferðabókunarvél þróuð á Húsavík

Ný ferðabókunarvélBookIceland er bókunarvél fyrir ferðaþjónustuaðila á Íslandi og er markmið okkar sem að henni stöndum að bjóða fjölbreytta þjónustu fyrir fólk á ferðalagi um Ísland. Vinna við þróun á BookIceland hófst vorið 2010 og hefur verið leitað ráðgjafar fjölda aðila við þróun verkefnisins. Sérstök áhersla verður lögð á markaðssetningu í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Svíþjóð og munu þýðendur BookIceland bæði þýða kynningarefni okkar og einnig sníða það að þörfum viðkomandi markaða.

Upplýsandi ferðabókunarvél
Upplýsandi ferðabókunarvél er vefsíða sem inniheldur mikið magn af efni og upplýsingum um áhugaverða staði og býður lesendum sínum að kaupa gistingu, þjónustu eða ferðir til viðkomandi staða. Kaupendur koma að stórum hluta koma inn á vefinn í gegnum leitarvélar og því er mikið lagt upp úr efni síðunnar. Unnið er með tækni frá leitarvélunum Google, Yahoo, Bing og fleirum smærri til að markaðssetja bókunarvélina og upplýsingasíðuna. Einnig er stuðst við vefauglýsingar við markaðssetningu.

Áherslusvæði markaðssetningar
Við val á áherslusvæðum okkar var horft til talna Ferðamálastofu um komur erlendra ferðamanna hingað til lands. Frá Bretlandi og Þýskalandi koma nú þegar flestir þeirra ferðamanna sem sækja Ísland heim árlega og Bandaríkin fylgja á eftir í fjórða sæti yfir flestar komur ferðamanna og útlit fyrir aukningu þaðan með öflugri flugsamgöngum við Bandaríkin.

Svíþjóð er hins vegar með lægst hlutfall stóru Norðurlandanna, en þaðan koma nú aðeins um 7% þeirra ferðamanna sem sækja Ísland heim á ári hverju. Árið 2008 voru ferðamenn frá Noregi 3000 fleiri en ferðamenn frá Svíþjóð, en til hliðsjónar er fólksfjöldi í Svíþjóð 9,3 milljónir en 4,9 milljónir í Noregi. Samgöngur spila þar auðvitað ákveðið hlutverk en við teljum engu að síður mikil sóknarfæri í kynningu á Íslandi í Svíþjóð. Vegna menningar Svíþjóðar teljum við einnig að landsbyggðartengd ferðaþjónusta eins og sú sem BookIceland vinnur að eigi góða möguleika.

Skipting markaðssvæða okkar er því þannig að valin eru 3 svæði sem eru sterk fyrir og eitt þar sem við teljum ný sóknarfæri fyrir íslenska ferðaþjónustu.

Settar hafa verið upp síðurnar bookiceland.is á Íslandi, bookiceland.co.uk í Bretlandi, bookiceland.us í Bandaríkjunum, bookiceland.de í Þýskalandi og bookiceland.se í Svíþjóð. Sala í gegnum vefina hófst til tilrauna í byrjun febrúar en byrjað verður að markaðssetja síðuna í lok mars 2011.

Engin gjöld eru tekin fyrir skráningu á vefi BookIceland eða notkun á þeim. Tekin er 10% söluþóknun af seldri þjónustu í gegnum vefina og einnig bjóðum við ferðaþjónustuaðilum sem nota kerfið að setja bókunarvélina á sínar eigin síður og þá er aðeins tekin 5% söluþóknun.

Ferðaþjónustuaðilar sem kjósa að selja í gegnum BookIceland bókunarvélina fá ókeypis aðgang að bókunarkerfi sem heitir Móttökustjórinn og hefur verið þróað í tengslum við BookIceland verkefnið.

BookIceland bókunarvélin er þróuð af MTS Íslandsbókun ehf sem er nýtt fyrirtæki á Húsavík.

Allar frekari upplýsingar veitir Örlygur Hnefill Örlygsson framkvæmdastjóri Íslandsbókunar í síma 848 7600 en fyrirspurnir má senda á netfangið hnefill@bookiceland.is


Íslandsbókun - nýtt fyrirtæki á Húsavík

Lundinn TindurBookIceland er bókunarvél þar sem boðið er upp á fjölbreytta gistimöguleika víðsvegar um Ísland. Bókunarvélin er þróuð og rekin af MTS Íslandsbókun ehf sem er nýtt fyrirtæki á Húsavík.

Hjá Íslandsbókun eru tvö stöðugildi og er markmið okkar að fjölga þeim í þrjú í sumar.

Á þessari síðu ætlum við að fjalla um ferðaþjónustu á Íslandi og vonumst til að kynnast sem flestum sem starfa að ferðaþjónustu og eru að skrifa á blog.is. Á meðfylgjandi mynd er lundinn Tindur sem er lukkudýr og leiðsögulundi síðunnar.

Nánar er hægt að kynna sér BookIceland verkefnið hér: www.bookiceland.is/um/


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband